Best að byrja að blogga

Jæja, mér hefur verið sagt að allir sem eru í útlöndum verði að blogga til að þeir sem heima sitji geti haldið áfram að sitja heima en samt vitað hvað maður er að gera. Þar sem nú fer að styttast í að ég fari út til Noregs til að klára námið mitt í landslagsarkitektúr er best að byrja á þessu. Ég legg af stað með Norrænu 26. júlí og verð komin til Noregs 31. júlí en þá á ég eftir að keyra alla leiðina til Osló, en ég hef fengið upplýsingar um að það sé um 12 tíma akstur. En það er nú ekki langt að bíða að ég verði tilbúin fyrir ferðalagið mikla.

 Í millitíðinni þá ætla ég í aðeins minna ferðalag en ég ætla að vera trúss í hestaferð fyrir pabba minn. Í þessari hestaferð sem mun standa yfir í viku verður farið frá Löngu fjörum yfir til Þingvalla, ég held samt að ég sleppi við allar torfærur, sem er líklega eins gott þar sem einu torfærurnar sem ég hef farið yfir er áin Korpa á VW polonum mínum (ég mæli samt ekki með því, pústið fór frekar illa hjá mér). Ég læt nú að minnsta kosti vita hvort ég hafi þurft að ræsa út björgunarliðið eða ekki Wink


Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hey, wazzup?

djók, en allavega, velkomin í bloggheiminn eða whatever skilurru ;)

Takk fyrir að fá þér blogg til að leifa mér sem heima sit að fylgjast með þér sem ekki heima situr.

Vil samt líka láta þig vita að þó mér myndi ekki detta það til hugar að fá mér meirapróf og keyra um torfærur landsins á hjúmöngus Egó, þá finnst mér þú samt vera töffari. Vona að viftan nýtist þér vel í úglandinu sem er B.T.W. kaldara en ísland ef eitthvað er. Sakna þín strax ógisslega mikið. Hver á núna að vera hérna hjá mér og láta mig vita ef ég er að verða skotin í vitlausum gæja??? Það verður ekkert gagn í mömmu við það, þar sem hún verður bara ánægð að fá tengdason, sama hver hann verður, eða hversu mikil drusla sem hann er ;). Þú verður bara að hringja í mig reglulega til að passa að ég geri ekki vitleysur ;) Lov you honey bunny ;) :* Hafðu það ógisslega gott.

Krissa "litla frænka" (IP-tala skráð) 25.7.2007 kl. 01:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband